Andlát.

Ég frétti það í dag að fyrrum vinnufélagi minn fyrrverandi hlaut hræðileg örlög í vikunni. Hann hét Hlynur Konráðsson og vann hjá Friðriki Skúlasyni fyrstu 2-3 árin sem ég var þar. Hann sá um það sem var kallað "vakandi vörnin" í veiruvarnarforritinu Lykla-Pétur.

Ég kynntist Hlyn þokkalega á þessum 2-3 árum og þótti mikið til hans koma. Hann var greinilega þrælklár og hafði unnið sig upp í tölvugeiranum án þess að ganga hinn hefðbundna menntaveg að ég best veit. Hann hafði um sig töluverða skel og hleypti ekki auðveldlega þar í gegn. Ég held að hann hafi nú oft verið þreyttur á spurningum mínum þar sem ég var að reyna að þjóna kúnnanum með ansi takmarkaðri tækniþekkingu á þeim tíma. En einhvern veginn bjargaðist þetta.

Hlynur hætti hjá Friðriki Skúlasyni nokkuð snögglega og mig minnir að þetta hafi verið í apríl mánuði, amk stuttu fyrir sumarið. Ég man ekki hvaða ár það var, en hlýtur að hafa verið árið 1999 eða 2000.

Ég ætla nú ekki að hafa þetta of langt, en síðast minning mín um Hlyn er bara síðan núna í janúar. Ég sá hann á Ölstofunni þar sem hann sat með vinafólki. Ég nikkaði til hans og hann sagði "Neih, Arnar" með sínu sérstaka Hlynsbrosi út í annað. Ég mun aldrei gleyma þessu, því þetta var það eina og síðasta sem hann sagði við mig. Hann var nokkuð vel við skál og tók í hendina á mér og við vorum nokkuð sáttir við þau endalok.

Seinna um kvöldið sá ég hann svo við Pósthúsið í miðbænum standandi þarna í kuldanum eins og hann væri að bíða eftir einhverju. Ég man það þá að ég fann til með honum því hann var greinilega aðeins of hífaður og hugsaði að vonandi kæmi hann sér heim. Ég var sjálfur á heimleið og tók leigubíl aðeins lengra frá. Og nú er hann dáinn.

Ótrúlegt að Hlynur skuli nú vera fallinn frá og 6 ára sonur hefur misst föður sinn. Þarna fór virkilega fínn piltur, sem kannski ekki alltaf átti gott með samskipti við yfirmenn sína amk ekki hjá Friðriki Skúlasyni, en ég held að hann hafi notið virðingar því hann var vissulega góður á sínu sviði.

Ég vona að Hlynur fái góðan sess þarna í næstu tilvist.

Lífið er fallvalt og þetta ætti að kenna okkur enn einu sinni að njóta lífsins á meðan það er því það er svo ótrúlega dýrmætt. Önnur lexía er einnig hérna og hún er sú átakalegasta: Maður deyr einn.

Guð blessi Hlyn Konráðsson og son hans og aðra þá sem lifa hann.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
En falleg minning hjá þér Arnar minn. Andlát hans er svo hræðilegt að maður bara á ekki orð. Mig langar til að nota tækifærið og votta hans nánustu samúð mína hér. Inga

Vinsælar færslur